Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:34 Íbúar Flórída með grímur. Getty/Paul Hennessy Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira