Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 19:34 Rannsóknarskipið Oruc Reis og fylgdarskip þess. Grikkir og Frakkar hafa sömuleiðis sent herskip á vettvang. AP/IHA Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun. Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun.
Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira