Maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 13:00 Ólafur Karl Finsen með Stjörnunni í leiknum fræga fyrir tæpum sex árum og Ólafur Karl í FH-treyjunni. Mynd/Samsett/S2/FH Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira