Maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 13:00 Ólafur Karl Finsen með Stjörnunni í leiknum fræga fyrir tæpum sex árum og Ólafur Karl í FH-treyjunni. Mynd/Samsett/S2/FH Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Ólafur Karl Finsen er komin með keppnisleyfi hjá FH og spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir félagið á KR-vellinum í kvöld. FH heimsækir þá KR á Meistaravelli í fyrsta leiknum í Pepsi Max deildinni eftir að Íslandsmótið fékk grænt ljós á nýjan leik frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Ólafur Karl Finsen fékk ekki að spila fyrir Heimi Guðjónsson hjá Val og Valsmenn ákváðu á endanum að lána hann til FH út leiktíðina. Hvort að Heimir Guðjónsson sé ekki enn búinn að fyrirgefa Ólafi Karli fyrir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af honum í uppbótatíma í lokaleik Íslandsmótsins 2014 er ekki vitað en það er alla vega ljóst að maðurinn sem kramdi hjörtu FH-inga 4. október 2014 klæðist FH-búningnum í fyrsta sinn í kvöld. Til upprifjunar þá erum við að tala um hreinan úrslitaleik FH og Stjörnunnar í 22. og síðustu umferð Íslandsmótsins 2014. FH nægði jafntefli í leiknum til að verða Íslandsmeistari en Stjörnumenn urðu að vinna. Ólafur Karl Finsen kom FH í 1-0 á 40. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin á 64. mínútu. Þannig var staðan þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna og FH-ingar að telja niður í Íslandsmeistaratitil. Ólafur Karl hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta. Hann fiskaði umdeilda vítaspyrnu á Kassim Doumbia í uppbótatímanum og skoraði síðan sjálfur að öryggi úr spyrnunni en þá voru þrjár mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þessi tvenna Ólafs Karls á úrslitastundu tryggði Stjörnunni fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil félagsins til þessa. Það munaði heldur betur um framlag Ólafs Karls í innbyrðis leikjum bestu liðanna því hann skoraði alls fimm mörk í fjórum leikjum á móti liðunum í 2. (FH) og 3. sæti (KR) þetta sumarið 2014. FH-ingar verða samt eflaust mjög fljótir að taka Ólaf Karl í sátt fari hann að sýna sínar bestu hliðar í FH-búningnum. Það ætti að gleðja FH-inga að Ólafur Karl Finsen hefur oftast fundið sig mjög vel á móti KR-liðinu. Hann hefur sem dæmi skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum á móti KR en missti reyndar af öllum KR-leikjunum með sínum liðum frá 2016 til 2018. Nú er að sjá hvort Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen spili Ólafi Karli Finsen í leiknum í kvöld. Hann fær væntanlega einhverjar mínútur en óvíst er hvort hann fái sæti í byrjunarliðinu. Það eru þó flestir sammála um það að Ólafur Karl Finsen er alltof góður leikmaður til að vera aðeins kominn með fjórar mínútur samanlagt eftir níu umferðir af Íslandsmótinu. Ólafur Karl ætti að vera fljótur margfalda þann leiktíma hjá Loga og Eiði Smára. Leikur KR og FH hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 17.45 en klukkan 19.05 hefst síðan útsending frá leik Stjörnunnar og Gróttu á Stöð 2 Sport 3.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira