Telur Írani draga sig í hlé og boðar auknar þvinganir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 17:45 Donald Trump hélt í dag ávarp vegna árása Írana í nótt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“ Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00