Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2020 14:21 Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. vísir/vilhelm Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30