Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2020 14:21 Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. vísir/vilhelm Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30