Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 09:09 Boltinn er nú hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. EPA/CRISTOBAL HERRERA Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ríkið hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. Það hafi verið gert með því að skjóta fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til. Khamenei sagði í kjölfar árásanna að Bandaríkin ættu að yfirgefa Mið-Austurlönd. Árásunum er ætlað að hefna fyrir dauða Qasem Soleimani, sem felldur var í loftárás Bandaríkjanna í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa þó hvatt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja þetta gott og gera ekki frekari árásir á Íran. Þeir segja árásum þeirra lokið og þeir sækist ekki eftir frekari stigmögnun eða stríði. Á sama tíma hafa yfirvöld Íran sagt að geri Bandaríkin árásir á Íran, muni þeir svara með árásum á önnur ríki eins og Ísrael. Donald Trump tísti í kjölfar árásanna og sagði „allt í lagi“. Hann mun tjá sig um málið í dag. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segjast enn vera að meta skaðann vegna árásanna og hafa engar fregnir borist af mannfalli. Hvorki hjá Bandaríkjunum né Írak. Her Íran segir hins vegar að tugir bandarískra hermanna hafa fallið. Þulur ríkissjónvarps Íran hélt því fram að minnst 80 bandarískir hermenn hefðu fallið í Ain al-Asad herstöðinni, án þess þó að færa rök fyrir máli sínu eða vísa í sönnunargögn. Ain al-Asad er í í Anbar héraði í Írak og einnig var árás gerð á aðra herstöð í Erbil, í norðurhluta landsins. Árásirnar í nótt og árásin á Soleimani eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að það hefur ekki oft gerst að Íran og Bandaríkin geri beinar árásir gegn hvoru öðru án aðkomu milliliða. Það er alfarið óljóst hvað Trump mun segja í ávarpi sínu í dag og þá hvort Bandaríkin muni gera frekari árásir á Íran. Hann hefur haldið því fram að Bandaríkin ættu ekki að standa í eilífum stríðsrekstri og lýst yfir andstöðu sinni við hernað í Mið-Austurlöndum. Ummæli Trump undanfarna daga hafa þó verið mjög vígreif og hefur hann meðal annars sagt að ef Íran geri einhverskonar árás á Bandaríkin í kjölfar falls Soleimani, muni Íranir sjá eftir því og afleiðingarnar verði mjög slæmar fyrir þá.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03