Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 08:12 Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi. Landsbjörg Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00