Fíknistríðið Jónína Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2020 09:00 Fíknistríðið (e. War on Drugs) er mér hulin ráðgáta. Þetta er eftir minni bestu vitneskju lengsta stríð sem mannkynið hefur háð og ég geri ráð fyrir að þetta sé stríð sem við munum tapa ef við skiptum ekki um hernaðaráætlun. En við hverja er stríðið, hverjir eru þátttakendur í því? Eru það þeir sem nota vímuefni, framleiðendur, sölufólk eða erum það við, almenningur? Það er nokkuð ljóst að gildandi stefna í vímuefnamálum hefur ekki skilað settum árangri. Stefnan á rætur sínar að rekja til ársins 1930 þegar Bandaríska alríkisstofnunin gegn vímuefnum var stofnuð. Mikil áhersla er lögð á að fólk verði edrú og því refsað ef það er það ekki. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa fylgt þessari stefnu eftir, samanber stefnan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því hvað við getum gert öðruvísi í stað þess að hjakka í sama farinu? Það kemur reglulega í umræðuna að við séum að missa tökin, að vímuefnafaraldur geisi um landið. Stór hluti landsmanna hefur ekki beina tengingu inn í þennan heim og sér fyrir sér glæpamenn og siðlausa einstaklinga sem svífast einskis. Bæði stjórnvöld og menning okkar hafa mótað í undirmeðvitund okkar að vímuefnaneytendur séu vont fólk. Þetta er þó ekki rétt. Vímuefnaneytendur eru af uppistöðu fremur sjúklingar en glæpamenn. Hópur sjúklinga sem okkur sem samfélagi þykir í lagi að við kúgum, smánum og vanvirðum. Hópur sjúklinga sem fær ekki sömu meðferð og við sem neytum löglegra vímugjafa um helgar í hóflegu magni, því samfélagið samþykkir þá hegðun frekar. Sektir og varðhaldsvistir skila ekki öðru en auknu álagi á samfélagið. Fíkn er sjúkdómur sem fólk hefur ekki mikinn skilning á. Algengt er að vímuefnaneytendum sé ekki sýnd samúð eða samkennd á sama hátt og einstaklingum sem kljást við aðra sjúkdóma. Þeir verða fyrir miklum fordómum og eru oft allir settir undir sama hatt. Stimplun og fordómar einkennast af neikvæðum viðhorfum og skoðunum í garð ákveðinna hópa sem er oft byggt á þekkingarleysi og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem geta haft áhrif á tækifæri þeirra til þess að sigrast á fíkninni. Fordómar geta haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði fólks, meðal annars sjálfstraust, myndun sjálfsmyndar og von einstaklinga. Fordómar geta einnig stuðlað að félagslegri einangrun og haft áhrif á atvinnumöguleika. Stimplun ýtir undir og styrkir staðalímyndir, mismunun og aðskilnað hópa sem hefur áhrif á margvíslega þætti í lífi fólks til dæmis eins og þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar hjá fagfólki eða á stofnunum. Stimplun kemur því oft í veg fyrir að einstaklingar leiti sér faglegrar aðstoðar við kvillum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru fyrst og fremst sjúklingar sem eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa orðið fyrir þungbærum áföllum, sama hvort það var fyrir eða eftir að vímuefnaneyslan hófst. Þessi áföll stuðla oftar en ekki að neyslu, bæði að upphafi neyslu og svo að áframhaldandi neyslu vímugjafa því það er auðveldara að lifa með því að nota efni. Neysla vímugjafanna er því bjargráð, fólk er að gera það sem það getur til þess að lifa með áföllunum sem það hefur orðið fyrir. Í stað þess að einblína á stefnu sem gengur einna helst út á það að refsa fólki ættum við kannski að prófað eitthvað allt annað. Eins og til dæmis að sýna fólki virðingu, kærleik, stuðning og samkennd. Í stað þess að þvinga fólk til þess að verða edrú væri hægt að skrifa upp á lyfseðla fyrir neysluskömmtum, rétt eins og er gert við öðrum sjúkdómum. Með því má fækka glæpum þar sem dagskammtur getur kostað fólk allt að 50.000 krónur á svörtum markaði. Það segir sér sjálft að það er erfitt að standa undir slíkum kostnaði. Fólk gæti hætt feluleiknum og stöðugum ótta við lögregluna og átt möguleika á því að lifa betra lífi í neyslu í stað þess að vera í harki hvern einasta dag. Spítala heimsóknum, afskiptum lögreglu, fangelsisvistunum og smitsjúkdómum myndi fækka. Ég tel að okkur beri skylda til þess að skoða aðrar leiðir til þess að styðja betur við vímuefnaneytendur því þær leiðir sem við höfum notað hingað til hafa einungis stuðlað að jaðarsetningu. Það er mjög erfitt að reyna að koma þessum hugmyndum á framfæri í fáum orðum. Ég mæli því með fyrir þá sem hafa áhuga á málaflokknum eða vilja kynna hann sér betur að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johann Hari. Bókin er mjög áhugaverð og hefur vakið heimsathygli. Hún fjallar um þörfina á nýrri sýn þar sem gildandi skoðunum á fíkn og vímuefnum er ögrað og ólíkum skoðunum um hvernig er hægt að nálgast vímuefnavanda.Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rómur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fíknistríðið (e. War on Drugs) er mér hulin ráðgáta. Þetta er eftir minni bestu vitneskju lengsta stríð sem mannkynið hefur háð og ég geri ráð fyrir að þetta sé stríð sem við munum tapa ef við skiptum ekki um hernaðaráætlun. En við hverja er stríðið, hverjir eru þátttakendur í því? Eru það þeir sem nota vímuefni, framleiðendur, sölufólk eða erum það við, almenningur? Það er nokkuð ljóst að gildandi stefna í vímuefnamálum hefur ekki skilað settum árangri. Stefnan á rætur sínar að rekja til ársins 1930 þegar Bandaríska alríkisstofnunin gegn vímuefnum var stofnuð. Mikil áhersla er lögð á að fólk verði edrú og því refsað ef það er það ekki. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa fylgt þessari stefnu eftir, samanber stefnan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því hvað við getum gert öðruvísi í stað þess að hjakka í sama farinu? Það kemur reglulega í umræðuna að við séum að missa tökin, að vímuefnafaraldur geisi um landið. Stór hluti landsmanna hefur ekki beina tengingu inn í þennan heim og sér fyrir sér glæpamenn og siðlausa einstaklinga sem svífast einskis. Bæði stjórnvöld og menning okkar hafa mótað í undirmeðvitund okkar að vímuefnaneytendur séu vont fólk. Þetta er þó ekki rétt. Vímuefnaneytendur eru af uppistöðu fremur sjúklingar en glæpamenn. Hópur sjúklinga sem okkur sem samfélagi þykir í lagi að við kúgum, smánum og vanvirðum. Hópur sjúklinga sem fær ekki sömu meðferð og við sem neytum löglegra vímugjafa um helgar í hóflegu magni, því samfélagið samþykkir þá hegðun frekar. Sektir og varðhaldsvistir skila ekki öðru en auknu álagi á samfélagið. Fíkn er sjúkdómur sem fólk hefur ekki mikinn skilning á. Algengt er að vímuefnaneytendum sé ekki sýnd samúð eða samkennd á sama hátt og einstaklingum sem kljást við aðra sjúkdóma. Þeir verða fyrir miklum fordómum og eru oft allir settir undir sama hatt. Stimplun og fordómar einkennast af neikvæðum viðhorfum og skoðunum í garð ákveðinna hópa sem er oft byggt á þekkingarleysi og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem geta haft áhrif á tækifæri þeirra til þess að sigrast á fíkninni. Fordómar geta haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði fólks, meðal annars sjálfstraust, myndun sjálfsmyndar og von einstaklinga. Fordómar geta einnig stuðlað að félagslegri einangrun og haft áhrif á atvinnumöguleika. Stimplun ýtir undir og styrkir staðalímyndir, mismunun og aðskilnað hópa sem hefur áhrif á margvíslega þætti í lífi fólks til dæmis eins og þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar hjá fagfólki eða á stofnunum. Stimplun kemur því oft í veg fyrir að einstaklingar leiti sér faglegrar aðstoðar við kvillum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru fyrst og fremst sjúklingar sem eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa orðið fyrir þungbærum áföllum, sama hvort það var fyrir eða eftir að vímuefnaneyslan hófst. Þessi áföll stuðla oftar en ekki að neyslu, bæði að upphafi neyslu og svo að áframhaldandi neyslu vímugjafa því það er auðveldara að lifa með því að nota efni. Neysla vímugjafanna er því bjargráð, fólk er að gera það sem það getur til þess að lifa með áföllunum sem það hefur orðið fyrir. Í stað þess að einblína á stefnu sem gengur einna helst út á það að refsa fólki ættum við kannski að prófað eitthvað allt annað. Eins og til dæmis að sýna fólki virðingu, kærleik, stuðning og samkennd. Í stað þess að þvinga fólk til þess að verða edrú væri hægt að skrifa upp á lyfseðla fyrir neysluskömmtum, rétt eins og er gert við öðrum sjúkdómum. Með því má fækka glæpum þar sem dagskammtur getur kostað fólk allt að 50.000 krónur á svörtum markaði. Það segir sér sjálft að það er erfitt að standa undir slíkum kostnaði. Fólk gæti hætt feluleiknum og stöðugum ótta við lögregluna og átt möguleika á því að lifa betra lífi í neyslu í stað þess að vera í harki hvern einasta dag. Spítala heimsóknum, afskiptum lögreglu, fangelsisvistunum og smitsjúkdómum myndi fækka. Ég tel að okkur beri skylda til þess að skoða aðrar leiðir til þess að styðja betur við vímuefnaneytendur því þær leiðir sem við höfum notað hingað til hafa einungis stuðlað að jaðarsetningu. Það er mjög erfitt að reyna að koma þessum hugmyndum á framfæri í fáum orðum. Ég mæli því með fyrir þá sem hafa áhuga á málaflokknum eða vilja kynna hann sér betur að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johann Hari. Bókin er mjög áhugaverð og hefur vakið heimsathygli. Hún fjallar um þörfina á nýrri sýn þar sem gildandi skoðunum á fíkn og vímuefnum er ögrað og ólíkum skoðunum um hvernig er hægt að nálgast vímuefnavanda.Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun