39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Jóhann K. Jóhannsson, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. janúar 2020 20:48 Snjóbílar Hjálparsveitar skáta á leið úr Reykjavík í kvöld. vísir/jói k. Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira