39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Jóhann K. Jóhannsson, Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. janúar 2020 20:48 Snjóbílar Hjálparsveitar skáta á leið úr Reykjavík í kvöld. vísir/jói k. Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Uppfært kl. 23:02: Ferðamennirnir 39 sem þurftu að bregða á það ráð að grafa sig í fönn þegar þau urðu strand í vélsleðaferð við Skálpanes suðaustan megin við Langjökul í kvöld eru ekki enn komnir í skjól eins og greint var frá fyrr í kvöld. Fjarskipti á svæðinu eru mjög erfið og aðstæður almennt erfiðar, slæmt veður og afar þung færð. Hluti hópsins er kominn í skjól inn í bíl við staðinn þar sem fólkið gróf sig í fönn en aðrir eru ekki komnir í skjól. Bíllinn sem er á staðnum er bilaður og getur því ekki flutt hópinn í skálann við Skálpanes en þangað eru um fjórir kílómetrar. Unnið er út frá því að fólkið sé við Skálpanes.vísir/mhh Um 200 björgunarsveitarmenn eru á leið inn að Langjökli til að bjarga fólkinu. Ráðgert var að fyrsti hópur kæmi á staðinn upp úr klukkan 22 en enn eru engir björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Er það vegna þess að veður hefur versnað mjög síðasta klukkutímann, færðin ekkert skánað í samræmi við það og er skyggni á svæðinu um fjórir til fimm metrar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ekki sé vitað hvenær fyrstu hópar björgunarsveitarmanna komist til fólksins. Enn geti verið töluvert langt í það. „Það er mjög slæmt veður og það gengur allt mjög hægt,“ segir Sveinn Kristján. Viðar Arason, björgunarsveitinni Árborg sem á sæti í svæðisstjórn er hér fyrir miðju. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sést til hægri í grárri úlpu.vísir/mhh Lárus Kristinn Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu skömmu fyrir klukkan 22 að allir ferðamennirnir væru að komast í skálann í Skálpanesi. Þá væru fyrstu björgunarsveitarmenn rétt ókomnir á vettvang en aðstæður breyttust svo hratt vegna versnandi veðurs. Fólkið er við Skálpanes suðustan megin við Langjökul.map.is Hann sagði alla ferðamennina heila á húfi, einhverjir væru orðnir kaldir en ekki væri vitað um neitt alvarlegt. Ferðamennirnir eru af nokkrum þjóðernum. Viðtalið við Lárus í heild má sjá neðst í fréttinni. Frá björgunarmiðstöðinni á Selfossi í kvöld.vísir/mhh Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útkallið hafi borist um klukkan 20 í kvöld. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og á Suðurlandi voru kallaðar út auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. „Það barst beiðni út af þessum hóp. Þetta er stór hópur sem er í vélsleðaferð og var orðinn strand nálægt Langjökli,“ segir Davíð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:02.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira