Björgunarsveitir og lögregla leituðu nú síðdegis að konu í Esjunni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út vegna leitarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan fundin heil á húfi.
Tilkynning um málið barst lögreglu rétt fyrir klukkan fjögur og fannst konan um klukkan hálfsex.

