Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 13:24 Páll er sannfærður um að betri umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu og það er ekki Ólína. visir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent