Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2020 11:56 Vilhjálmur Árnason, varaformaður Þingvallanefndar viðurkennir að gert hafi verið mistök í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð Vísir/Vilhelm Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Við sögðum frá því í gær að ríkið hefur dæmt Ólínu Þorvarardóttur tuttugu milljón króna bótagreiðslu rétt fyrir jól eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var framhjá henni um stöðu þjóðgarðsvarðar og karl ráðinn í hennar stað. í úrskurðinum kemur fram að þau hafi verið því sem næst jafn hæf þegar kom að hlutlægum þáttum. Því hefði átt að gæta sérstakrar vandvirkni við mat á huglægum þáttum. Það hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti. Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir að þar hafi átt sér stað mistök í ráðningaferlinu. „Ég er alveg sannfærður um að sá sem var ráðinn var hæfastur. Það sem úrskurður janfréttisnefndar kvað á um var að við gátum ekki sýnt fram á það á gagnsæan hátt þ.e. við skráðum ekki niður huglæga matið og þar að leiðandi endaði þetta svona. Ég veit ekki af hverju við gerum þetta ekki. Við fengum aðstoð við varðandi ráðningarferlið og treystum um of á þá aðstoð en það var ekki inní þeirri aðstoð að skrá þetta niður. Þetta eru mistök og eða yfirsjón við sjálft ferlið,“ segir Vilhjálmur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir að þeir sem tóku ákvörðunina um stöðu þjóðgarðasvarðar hafi ekki sætt ábyrgð. Vilhjálmur segir alla nefndina bera ábyrgð. „Það á við alla nefndina að hún gerði mistök þó að öll nefndin hafi ekki verið sammála um hvern átti að ráða heldur meirihlutinn þá á það við alla nefndina að engin skráði niður huglægt mat, þannig að allir bera ábyrgð,“ segir hann. Hann segir að nefndin hittist þann 22. janúar til að fara yfir málið en að öðru leiti telur hann því lokið. „Ég lít á að málinu sé lokið með samkomulagi,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Við sögðum frá því í gær að ríkið hefur dæmt Ólínu Þorvarardóttur tuttugu milljón króna bótagreiðslu rétt fyrir jól eftir að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var framhjá henni um stöðu þjóðgarðsvarðar og karl ráðinn í hennar stað. í úrskurðinum kemur fram að þau hafi verið því sem næst jafn hæf þegar kom að hlutlægum þáttum. Því hefði átt að gæta sérstakrar vandvirkni við mat á huglægum þáttum. Það hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti. Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir að þar hafi átt sér stað mistök í ráðningaferlinu. „Ég er alveg sannfærður um að sá sem var ráðinn var hæfastur. Það sem úrskurður janfréttisnefndar kvað á um var að við gátum ekki sýnt fram á það á gagnsæan hátt þ.e. við skráðum ekki niður huglæga matið og þar að leiðandi endaði þetta svona. Ég veit ekki af hverju við gerum þetta ekki. Við fengum aðstoð við varðandi ráðningarferlið og treystum um of á þá aðstoð en það var ekki inní þeirri aðstoð að skrá þetta niður. Þetta eru mistök og eða yfirsjón við sjálft ferlið,“ segir Vilhjálmur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir að þeir sem tóku ákvörðunina um stöðu þjóðgarðasvarðar hafi ekki sætt ábyrgð. Vilhjálmur segir alla nefndina bera ábyrgð. „Það á við alla nefndina að hún gerði mistök þó að öll nefndin hafi ekki verið sammála um hvern átti að ráða heldur meirihlutinn þá á það við alla nefndina að engin skráði niður huglægt mat, þannig að allir bera ábyrgð,“ segir hann. Hann segir að nefndin hittist þann 22. janúar til að fara yfir málið en að öðru leiti telur hann því lokið. „Ég lít á að málinu sé lokið með samkomulagi,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira