Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 10:06 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Baldur Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Ólínu Þorvarðardóttur verið dæmdar bætur í tengslum við umsókn hennar um stöðu Þjóðgarðsvarðar. Upphæðin nemur 20 milljónum króna en í nýjum pistli segir Ólína að eftir skatta sé sú upphæð sem í hennar hlut komi 13 milljónir króna. Hún segir upphæðina miðast við eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar. „Kæru vinir. Í gær varð opinber niðurstaða sem náðst hefur varðandi bótagreiðslu til mín vegna ráðningar í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum fyrir rúmu ári. Um er að ræða eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar - eftir skatta er upphæðin sem fellur í minn hlut um 13 mkr. Hjá þessum fjárútlátum hefði mátt komast ef eðlilegar starfsaðferðir hefðu verið viðhafðar í ráðningarferlinu, sem var því miður ekki,“ segir Ólína. Þingvallanefnd brotlegi aðilinn í málinu Hún segir jafnframt að hún hafi átt þess kost að taka málið fyrir dóm en ákvað að taka sáttatilboði ríkislögmanns. „Ríkið leggur alltaf ískalt mat á stöðu sína og ég þykist vita að ef ríkið hefði talið sig eiga góða von um að hrinda af sér málsókninni hefðu þessar bætur ekki staðið til boða. Öxará í klakaböndum.visir/vilhelm Þingvallanefnd sem er brotlegi aðilinn í málinu mun þó ekki borga brúsann. Það gera skattgreiðendur. Í fréttum hefur komið fram að fjárgreiðslan verði ekki dregin af nefndinni, heldur muni hún koma beint úr ríkiskassanum.“ Hefði mátt komast hjá þessu Ólína segir að sá reikningur hefði aldrei komið til hefðu hinir kjörnu fulltrúar sem skipa meirihluta Þingvallanefndar vandað verk sín betur og/eða gengist við ábyrgð sinni þegar ljóst varð að þeir höfðu brotið lög. Formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, kaus að tjá sig ekki við fréttastofu þegar falast var eftir viðtali við hann í gær vegna málsins. „Það á ekki að vera ódýrt fyrir hið opinbera að brjóta á einstaklingi - en það á auðvitað ekki að gerast. Hjá öllu þessu hefði mátt komast ... jafnvel bara ein afsökunarbeiðni hefði getað lækkað þennan reikning töluvert. Og hefði formaður nefndarinnar séð sóma sinn í að axla ábyrgð og segja af sér formennsku eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði s.l. vor að brotið hefði verið á mér, þá hefði sú gjörð jafnvel afmáð þennan reikning með öllu. Hvorugt gerðist.“ Ólína segir að síðustu mánuðir hafi tekið á en hún vill nú reyna að gleyma því og vonar fyrir sína parta að málinu sé lokið. Einari þjóðgarðsverði, sem tekinn var fram yfir hana í umsóknarferlinu sem nú liggur fyrir að var brogað, óskar hún velfarnaðar í hans störfum. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Ólínu Þorvarðardóttur verið dæmdar bætur í tengslum við umsókn hennar um stöðu Þjóðgarðsvarðar. Upphæðin nemur 20 milljónum króna en í nýjum pistli segir Ólína að eftir skatta sé sú upphæð sem í hennar hlut komi 13 milljónir króna. Hún segir upphæðina miðast við eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar. „Kæru vinir. Í gær varð opinber niðurstaða sem náðst hefur varðandi bótagreiðslu til mín vegna ráðningar í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum fyrir rúmu ári. Um er að ræða eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar - eftir skatta er upphæðin sem fellur í minn hlut um 13 mkr. Hjá þessum fjárútlátum hefði mátt komast ef eðlilegar starfsaðferðir hefðu verið viðhafðar í ráðningarferlinu, sem var því miður ekki,“ segir Ólína. Þingvallanefnd brotlegi aðilinn í málinu Hún segir jafnframt að hún hafi átt þess kost að taka málið fyrir dóm en ákvað að taka sáttatilboði ríkislögmanns. „Ríkið leggur alltaf ískalt mat á stöðu sína og ég þykist vita að ef ríkið hefði talið sig eiga góða von um að hrinda af sér málsókninni hefðu þessar bætur ekki staðið til boða. Öxará í klakaböndum.visir/vilhelm Þingvallanefnd sem er brotlegi aðilinn í málinu mun þó ekki borga brúsann. Það gera skattgreiðendur. Í fréttum hefur komið fram að fjárgreiðslan verði ekki dregin af nefndinni, heldur muni hún koma beint úr ríkiskassanum.“ Hefði mátt komast hjá þessu Ólína segir að sá reikningur hefði aldrei komið til hefðu hinir kjörnu fulltrúar sem skipa meirihluta Þingvallanefndar vandað verk sín betur og/eða gengist við ábyrgð sinni þegar ljóst varð að þeir höfðu brotið lög. Formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, kaus að tjá sig ekki við fréttastofu þegar falast var eftir viðtali við hann í gær vegna málsins. „Það á ekki að vera ódýrt fyrir hið opinbera að brjóta á einstaklingi - en það á auðvitað ekki að gerast. Hjá öllu þessu hefði mátt komast ... jafnvel bara ein afsökunarbeiðni hefði getað lækkað þennan reikning töluvert. Og hefði formaður nefndarinnar séð sóma sinn í að axla ábyrgð og segja af sér formennsku eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði s.l. vor að brotið hefði verið á mér, þá hefði sú gjörð jafnvel afmáð þennan reikning með öllu. Hvorugt gerðist.“ Ólína segir að síðustu mánuðir hafi tekið á en hún vill nú reyna að gleyma því og vonar fyrir sína parta að málinu sé lokið. Einari þjóðgarðsverði, sem tekinn var fram yfir hana í umsóknarferlinu sem nú liggur fyrir að var brogað, óskar hún velfarnaðar í hans störfum.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent