Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu í apríl fá eina milljón króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta stjarnan sem hefur verið kynnt til leiks á mótinu. Mynd/Instagram/reykjavikcrossfitchampionship Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira