Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu í apríl fá eina milljón króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta stjarnan sem hefur verið kynnt til leiks á mótinu. Mynd/Instagram/reykjavikcrossfitchampionship Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos. CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Sjá meira
Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos.
CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Sjá meira