Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 22:16 Páll var 57 ára þegar hann lést á heimili sínu. Hér sést hann ásamt Bryndísi eiginkonu sinni. Mynd/Aðsend Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir einnig að ekkja mannsins hafi fengið þau svör að maðurinn hafi verið útskrifaður of snemma, auk þess sem hann hafi verið ranglega greindur. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagðist í viðtali við Læknablaðið á dögunum óttast stórslys vegna stöðunnar sem nú er uppi á bráðamóttökunni. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans hefur einnig sagt að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Maðurinn sem sendur var heim og lést skömmu síðar hét Páll Heimir Pálsson. Hann var 57 ára þegar hann lést í lok nóvember á síðasta ári. Hann lætur eftir eiginkonu og sex börn.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Páll greindist með krabbamein í lungum í sumar. Við tóku ýmsar rannsóknir, lyfja- og geislameðferð. Ekkja Páls, Bryndís Skaftadóttir, segir ferlið hafa gengið vel, framan af, æxli í lungum Páls hafi minnkað um helming. Í nóvember hafi hjónin síðan farið í stutta ferð til Bretlands og Páll hafi veikst fljótlega eftir heimkomu. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við RÚV. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Mikið að gera á bráðamóttökunni Páll fór fyrst á bráðamóttökuna 18. nóvember og sneri aftur degi síðar, og var þar fram til 21. nóvember, þegar hann var sendur heim. Hann lést síðan heima hjá sér sunnudaginn 24. nóvember. Að sögn Bryndísar leiddi krufning í ljós að tveir stórir blóðtappar í lungum Páls hafi verið dánarorsökin. Þá segir Bryndís að mikið hafi verið að gera á bráðamóttökunni þessa daga sem hún og Páll voru á deildinni. Yfirlæknir baðst afsökunar Nokkrum dögum eftir að Páll lést, segist Bryndís hafa farið á Landspítalann og talað við Má Kristjánsson. Hann hafi beðist afsökunar á málinu og greint frá því að Páll hafi verið útskrifaður of fljótt. Hann hafi einnig greint henni frá því að krafan á bráðadeildinni væri sú að fólk væri útskrifað, og að honum þætti það miður. Páll hafi einfaldlega verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Í viðtalinu við RÚV sagðist Bryndís ekki vilja varpa ábyrgð málsins á einstaka starfsmenn spítalans, heldur telur hún að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðiskerfinu í heild sinni. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir einnig að ekkja mannsins hafi fengið þau svör að maðurinn hafi verið útskrifaður of snemma, auk þess sem hann hafi verið ranglega greindur. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagðist í viðtali við Læknablaðið á dögunum óttast stórslys vegna stöðunnar sem nú er uppi á bráðamóttökunni. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans hefur einnig sagt að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Maðurinn sem sendur var heim og lést skömmu síðar hét Páll Heimir Pálsson. Hann var 57 ára þegar hann lést í lok nóvember á síðasta ári. Hann lætur eftir eiginkonu og sex börn.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Páll greindist með krabbamein í lungum í sumar. Við tóku ýmsar rannsóknir, lyfja- og geislameðferð. Ekkja Páls, Bryndís Skaftadóttir, segir ferlið hafa gengið vel, framan af, æxli í lungum Páls hafi minnkað um helming. Í nóvember hafi hjónin síðan farið í stutta ferð til Bretlands og Páll hafi veikst fljótlega eftir heimkomu. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við RÚV. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Mikið að gera á bráðamóttökunni Páll fór fyrst á bráðamóttökuna 18. nóvember og sneri aftur degi síðar, og var þar fram til 21. nóvember, þegar hann var sendur heim. Hann lést síðan heima hjá sér sunnudaginn 24. nóvember. Að sögn Bryndísar leiddi krufning í ljós að tveir stórir blóðtappar í lungum Páls hafi verið dánarorsökin. Þá segir Bryndís að mikið hafi verið að gera á bráðamóttökunni þessa daga sem hún og Páll voru á deildinni. Yfirlæknir baðst afsökunar Nokkrum dögum eftir að Páll lést, segist Bryndís hafa farið á Landspítalann og talað við Má Kristjánsson. Hann hafi beðist afsökunar á málinu og greint frá því að Páll hafi verið útskrifaður of fljótt. Hann hafi einnig greint henni frá því að krafan á bráðadeildinni væri sú að fólk væri útskrifað, og að honum þætti það miður. Páll hafi einfaldlega verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Í viðtalinu við RÚV sagðist Bryndís ekki vilja varpa ábyrgð málsins á einstaka starfsmenn spítalans, heldur telur hún að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðiskerfinu í heild sinni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30