Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 23:45 Trump hefur varað Írani við því að ráðast á Bandaríkin á nokkurn hátt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45