Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 22:45 Morðið á Quassem Soleimani hefur valdið mikilli ólgu í Írak og Íran. Hér er kistu hans haldið á lofti í Bagdad í dag. Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40