Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 18:31 Palestínumenn sjást hér brenna ísraelska og bandaríska fána á minningarathöfn um Soleimani á Gaza. Vísir/AP Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira