Ráku alla landsliðsþjálfarana sína á einu bretti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 James Kwesi Appiah var að stýra landsliði Gana í annað skiptið en hann var búinn að vera þjálfari liðsins frá 2017. Appiah var líka landsliðsþjálfari frá 2012 til 2014. EPA/Marius Becke Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum. Fótbolti Gana Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum.
Fótbolti Gana Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira