Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 02:57 Rútan valt á Gjábakkavegi, á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Þyngdalsheiðar. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík. Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.
Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45