„Eðlilegast í heimi“ að skiptar skoðanir séu um miðhálendisþjóðgarð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2020 20:52 Það er vel hægt að láta stofnun hálendisþjóðgarðs og tryggingu raforkuöryggis fara saman segir þingmaður Vinstri grænna. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á vorþingi en umsagnarfrestur um málið rennur út á morgun.Umhverfisráðherra hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars en hann hefur verið á ferð um landið upp á síðkastið þar sem hann kynnir áformin. Sveitarfélög hafa mörg lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins.Menn geta kallað þetta öllum nöfnum. Það er verið að breyta fyrirkomulagi. Aðkoma sveitarfélaganna, að mínu viti, er sérstaklega hugað að henni. Að sjálfsögðu hlustum við á og við í nefndinni munum fá fulltrúa til okkar til að útskýra sín sjónarmið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa áhyggjur af framgangi málsins á Alþingi. Mér finnst eðlilegasti hlutur í heimi að um jafn víðfeðmt mál séu skiptar skoðanir. Það er búið að berjast fyrir þjóðgarði á hálendinu árum saman, áratugum hjá sumum. Fyrir mér er þetta stór stund að ná svo langt með þetta mál.Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum um áformin, þeirra á meðal úr röðum annarra stjórnarflokka.Eðlilega tekur hefðbundin þingleg meðferð við núna. Við í umhverfis- og samgöngunefnd fáum gesti og vinnum þetta mál vel og vandlega. Ég sé ekki annað en að við getum klárað þetta mál í góðri sátt núna á vorþinginu.Það kveður við nokkuð annan tón hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Ég sem sveitastjórnarráðherra mun auðvitað horfa á þær ályktanir á sveitastjórnarstigi sem segja „Heyrðu þetta er nú bara þannig að við viljum hafa þetta skipulagsvald hjá okkur, Við höfum verið að fara með þessi mál um aldir og þetta hefur gengið býsna vel.“ Er þetta nauðsynlegt skref. Ég held við þurfum að staldra við.“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Sveitarstjórnarmál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það er vel hægt að láta stofnun hálendisþjóðgarðs og tryggingu raforkuöryggis fara saman segir þingmaður Vinstri grænna. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á vorþingi en umsagnarfrestur um málið rennur út á morgun.Umhverfisráðherra hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars en hann hefur verið á ferð um landið upp á síðkastið þar sem hann kynnir áformin. Sveitarfélög hafa mörg lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins.Menn geta kallað þetta öllum nöfnum. Það er verið að breyta fyrirkomulagi. Aðkoma sveitarfélaganna, að mínu viti, er sérstaklega hugað að henni. Að sjálfsögðu hlustum við á og við í nefndinni munum fá fulltrúa til okkar til að útskýra sín sjónarmið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa áhyggjur af framgangi málsins á Alþingi. Mér finnst eðlilegasti hlutur í heimi að um jafn víðfeðmt mál séu skiptar skoðanir. Það er búið að berjast fyrir þjóðgarði á hálendinu árum saman, áratugum hjá sumum. Fyrir mér er þetta stór stund að ná svo langt með þetta mál.Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum um áformin, þeirra á meðal úr röðum annarra stjórnarflokka.Eðlilega tekur hefðbundin þingleg meðferð við núna. Við í umhverfis- og samgöngunefnd fáum gesti og vinnum þetta mál vel og vandlega. Ég sé ekki annað en að við getum klárað þetta mál í góðri sátt núna á vorþinginu.Það kveður við nokkuð annan tón hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Ég sem sveitastjórnarráðherra mun auðvitað horfa á þær ályktanir á sveitastjórnarstigi sem segja „Heyrðu þetta er nú bara þannig að við viljum hafa þetta skipulagsvald hjá okkur, Við höfum verið að fara með þessi mál um aldir og þetta hefur gengið býsna vel.“ Er þetta nauðsynlegt skref. Ég held við þurfum að staldra við.“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Sveitarstjórnarmál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira