Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 17:37 Frá Suðureyri í gærkvöldi. Einar Ómarsson Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að starfsmenn hennar hafi unnið við mælingar síðustu daga á flóðbylgjunnar sem skall á land á Suðureyri. Flóðbylgjan myndaðist eftir að féll úr gilinu ofan við Norðureyri í Súgandafirði, um það bil beint á móti þéttbýlinu um kl. 23:05 og var háflóð um kl. 23:15 og stórstreymi. „Sjávarstaða við Suðureyri var því með hæsta móti þegar snjóflóðið féll í hlíðinni og ruddist í sjó fram. Flóðbylgjan sem ferðaðist yfir Súgandafjörð var því stærri en ella,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa mælt upptakasvæði flóðsins með lasertækni svo hægt sé að áætla rúmmál snjóflóðsins. Eins verður útbúið tölvulíkan til að fá betri hugmynd um hæðina á fyrstu flóðbylgjunni sem skall á land. Erfitt er að gera sér grein fyrir því núna hversu há hún var og kraftmikil. Þó er ljóst að flóðbylgjan var ekki eins há og talið var í fyrstu. Hún var þó nógu há til að fara yfir varnargarðinn og á landi var hnédjúpur, krapablandinn sjór, sumstaðar upp á mið læri. Víða kastaðist krapablandaður sjór yfir þök á nærliggjandi húsum og jafnvel upp á glugga á annarri hæð. Í einu húsanna hélt fólk að það væri komið steypiregn þegar sjórinn skall á þakinu og streymdi fram af þakkantinum. Meginflóðbylgjan sem gekk yfir varnargarðinn var þó miklu lægri, en á götum og við hús innan við varnargarðinn var krapinn hnédjúpur og sumstaðar upp á mið læri rétt eftir að bylgjan gekk yfir. Á bíl sem lagt var í um 7-8 metra fjarlægð frá varnargarðinum höfðu speglarnir, sem standa 130 cm yfir jörðu, lagst aftur og bíllinn flotið upp og færst um 2 metra. Öldubrotið sem kastaðist yfir húsin var það kraftmikið að það sá aðeins á nokkrum bílum. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að starfsmenn hennar hafi unnið við mælingar síðustu daga á flóðbylgjunnar sem skall á land á Suðureyri. Flóðbylgjan myndaðist eftir að féll úr gilinu ofan við Norðureyri í Súgandafirði, um það bil beint á móti þéttbýlinu um kl. 23:05 og var háflóð um kl. 23:15 og stórstreymi. „Sjávarstaða við Suðureyri var því með hæsta móti þegar snjóflóðið féll í hlíðinni og ruddist í sjó fram. Flóðbylgjan sem ferðaðist yfir Súgandafjörð var því stærri en ella,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa mælt upptakasvæði flóðsins með lasertækni svo hægt sé að áætla rúmmál snjóflóðsins. Eins verður útbúið tölvulíkan til að fá betri hugmynd um hæðina á fyrstu flóðbylgjunni sem skall á land. Erfitt er að gera sér grein fyrir því núna hversu há hún var og kraftmikil. Þó er ljóst að flóðbylgjan var ekki eins há og talið var í fyrstu. Hún var þó nógu há til að fara yfir varnargarðinn og á landi var hnédjúpur, krapablandinn sjór, sumstaðar upp á mið læri. Víða kastaðist krapablandaður sjór yfir þök á nærliggjandi húsum og jafnvel upp á glugga á annarri hæð. Í einu húsanna hélt fólk að það væri komið steypiregn þegar sjórinn skall á þakinu og streymdi fram af þakkantinum. Meginflóðbylgjan sem gekk yfir varnargarðinn var þó miklu lægri, en á götum og við hús innan við varnargarðinn var krapinn hnédjúpur og sumstaðar upp á mið læri rétt eftir að bylgjan gekk yfir. Á bíl sem lagt var í um 7-8 metra fjarlægð frá varnargarðinum höfðu speglarnir, sem standa 130 cm yfir jörðu, lagst aftur og bíllinn flotið upp og færst um 2 metra. Öldubrotið sem kastaðist yfir húsin var það kraftmikið að það sá aðeins á nokkrum bílum.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48