Vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 19:00 Umhverfisráðherra kynnti áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs í dag. SIGURJÓN ÓLASON Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur. Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira