Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 10:05 Ríkisþinghúsið í Richmond var girt af eftir að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi vegna samkomu vopnaáhugamanna sem hægriöfgamenn virtust ætla að hleypa upp. Skotvopn hafa verið bönnuð tímabundið í höfuðstaðnum. AP/Dean Hoffmeyer/Richmond Times-Dispatch Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Sex félagar í ofbeldisfullum nýnasistasamtökum hafa verið handteknir í Bandaríkjunum undanfarna daga. Þrír voru handteknir í vikunni og voru taldir ætla að taka þátt í skotvopnasamkomu í Virginíu. Þrír til viðbótar voru handteknir í Georgíu en þeir eru grunaður um að leggja á ráðin um að drepa liðsmenn úr hópi andfasista. Allir tilheyra mennirnir samtökum sem kalla sig Undirstaðan (e. The Base). Það eru róttæk öfgasamtök nýnasista sem eru sögð þjálfa liðsmenn sína og undirbúa fyrir kynþáttastríð. Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að samtökin hafi lýst yfir stríði gegn minnihlutahópum í Bandaríkjunum og erlendis. Þrír nýnasistar voru handteknir í Maryland og Delaware á fimmtudag. AP-fréttastofan segir að í ákæru yfir þeim komi frama að þeir hafi keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Sumir þeirra hafi smíðað hríðskotariffil. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamkomu í Richmond í Virginíuríki á mánudag. Óttast er að samkoman á mánudag gæti leyst upp í ofbeldi. Hún hefur verið haldin árlega án mikils tilstands til þessa en svo virðist sem að nýnasistarnir hafi ætlað sér að taka hana yfir og gera úr henni svipaða uppákomu og samkoma hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í ágúst árið 2017. Þá kom til átaka á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Nýnasisti ók meðal annars bíl sínum inn í hóp mótmælenda og olli dauða konu á fertugsaldri og stórslasaði fjölda annarra. Yfirvöld í Virginíu hafa brugðist hart við. Ralph Northam, ríkisstjóri, gaf út tilskipun um að banna skotvopn við ríkisþinghúsið í Richmond fyrir samkomu skotvopnaáhugamannanna. Skotvopnaeigendur kærðu tilskipunina en hæstiréttur Virginíu staðfesti banni á föstudag. Donald Trump forseti skipti sér af málum í Virginíu í tísti í gær og sakaði demókrata um að ætla að svipta fólk rétti til skotvopnaeignar. „Þetta er það sem gerist þegar þið kjósið demókrata, þeir taka byssurnar ykkar í burtu,“ tísti Trump. Mennirnir þrír sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð.AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Lögreglumaður laumaði sér inn í hópinn Þremenningarnir sem voru handteknir í Georgíu eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og að eiga aðild að glæpagengi. Þeir eru sagðir hafa ætlað að myrða hjón sem hafa verið virk í andfasistahreyfingu sem hefur verið nefnd antifa. Nýnasistar hafi talið að það myndi senda óvinum Undirstöðunnar skilaboð. FBI-fulltrúi er sagður hafa laumað sér inn í samtökin og tekið þátt í skotæfingum í fjöllum Georgíu. Þær æfingar hafi átt að vera undirbúningur samtakanna fyrir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Alríkislögreglumaðurinn er einnig sagður hafa fylgt tveimur mannanna sem voru síðar handteknir að heimili hjónanna sem þeir hugðust myrða. Þar hafi þeir tekið út aðstæður og lagt drög að því hvernig þær ætluðu að brjótast inn og myrða þau. Hugðust mennirnir brjóta hurðina upp með sleggju, skjóta fólkið með skammbyssu og kveikja svo í húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira