Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2020 21:15 Leitin hefur fyrstu tvo sólarhringana beinst að miðunum út af Austfjörðum og djúpt undan Langanesi. Hvert skip hefur sinn lit. Rauður er Ásgrímur Halldórsson, gulur er Polar Amaroq, hvítur er Bjarni Ólafsson, ljósblár er Árni Friðriksson og bleikur er Hákon. Kort/Hafrannsóknastofnun. Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Það er þó aðeins lítilræði sem hefur enn fundist og reyna leitarskipin nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. Fjallað var um leitina í fréttum Stöðvar 2. Þegar hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði af stað úr Reykjavík á mánudag var búist við að tvö veiðiskip kæmu með. Þeim hefur nú verið fjölgað og eru alls fimm skip í leiðangrinum. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Með því að haka í viðkomandi reit má sjá leitarferil hvers skips sem og fleiri skipa saman. Uppsjávarveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson SF sigldi frá Hornafirði og leitar upp með Austfjörðum. Bjarni Ólafsson AK sigldi frá Seyðisfirði og hóf leitina djúpt suðaustur af Hvalbak og hefur síðan verið að feta sig norður. Grænlenska skipið Polar Amaroq, sem lagði upp frá Norðfirði, leitar svæðið á milli þeirra. Frá Norðfjarðarhöfn á miðvikudag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum.Mynd/Smári Geirsson. Árni Friðriksson og Hákon EA leita norðausturhornið djúpt út af Langanesi. Árni fer svo suður á móti hinum skipunum meðan Hákon heldur vestur með Norðurlandi í átt til Vestfjarða. Að sögn leiðangursstjórans Birkis Bárðarsonar hafa skipin þegar séð vott af loðnu, bæði út af Langanesi, og eins út af miðjum Austfjörðum, en þó enga afgerandi loðnugöngu, en venjulega gengur loðnan á þessum árstíma niður með Austfjörðum til hrygningarstöðva úti fyrir suðurströndinni. Verstöðvarnar sem vinna loðnuna raða sér á þessa gönguleið; Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar. Á þessum stöðum eru gríðarlegir hagsmunir undir. Ef alvöru loðnutorfur finnast fljótlega gæti það þýtt fimmtán til tuttugu milljarða króna tekjur í þjóðarbúið en það er bara á næstu tveimur mánuðum sem glugginn er opinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Það er þó aðeins lítilræði sem hefur enn fundist og reyna leitarskipin nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. Fjallað var um leitina í fréttum Stöðvar 2. Þegar hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði af stað úr Reykjavík á mánudag var búist við að tvö veiðiskip kæmu með. Þeim hefur nú verið fjölgað og eru alls fimm skip í leiðangrinum. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Með því að haka í viðkomandi reit má sjá leitarferil hvers skips sem og fleiri skipa saman. Uppsjávarveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson SF sigldi frá Hornafirði og leitar upp með Austfjörðum. Bjarni Ólafsson AK sigldi frá Seyðisfirði og hóf leitina djúpt suðaustur af Hvalbak og hefur síðan verið að feta sig norður. Grænlenska skipið Polar Amaroq, sem lagði upp frá Norðfirði, leitar svæðið á milli þeirra. Frá Norðfjarðarhöfn á miðvikudag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum.Mynd/Smári Geirsson. Árni Friðriksson og Hákon EA leita norðausturhornið djúpt út af Langanesi. Árni fer svo suður á móti hinum skipunum meðan Hákon heldur vestur með Norðurlandi í átt til Vestfjarða. Að sögn leiðangursstjórans Birkis Bárðarsonar hafa skipin þegar séð vott af loðnu, bæði út af Langanesi, og eins út af miðjum Austfjörðum, en þó enga afgerandi loðnugöngu, en venjulega gengur loðnan á þessum árstíma niður með Austfjörðum til hrygningarstöðva úti fyrir suðurströndinni. Verstöðvarnar sem vinna loðnuna raða sér á þessa gönguleið; Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar. Á þessum stöðum eru gríðarlegir hagsmunir undir. Ef alvöru loðnutorfur finnast fljótlega gæti það þýtt fimmtán til tuttugu milljarða króna tekjur í þjóðarbúið en það er bara á næstu tveimur mánuðum sem glugginn er opinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15