Ljubomir Vranjes, þjálfari slóvenska landsliðsins, segir að góð markvarsla hafi skilað sigrinum gegn Íslandi í dag.
„Þetta eru alltaf litlir hlutir sem skilja liðin að. Markvörðurinn okkar var góður á mikilvægum augnablikum,“ sagði þjálfarinn efitr leikinn.
Vranjes segir að mikil orka fari í varnarleik Íslands og þeir hafi orðið þreyttir.
„Þeir spila maður á móti manni allan tímann og þeir verða þreyttir en í síðari hálfleiknum féllum við frá hvor öðrum í varnarleiknum.“
„Þeir komust í gegn en mér finnst við hafa spilað mjög vel í dag. Þetta er erfitt mót og Ísland er gott lið. Mér fannst við gera frábæra hluti að ná í tvö stig.“
Vranjes: Þeir spila maður á mann vörn og verða þreyttir
Tengdar fréttir

Leik lokið: Ísland - Slóvenía 27-30 | Tap í fyrsta leik í milliriðli
Íslendingar áttu ekki nógu góðan leik gegn Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli.

Twitter eftir tapið: „Mætti halda að Íslendingar hafi dottið í það en ekki Svíar“
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði sínum fyrsta leik í milliriðli gegn Slóveníu í dag, 30-27.

Topparnir í tölfræðinni á móti Slóveníu: Réðu ekkert við Bombac og Ferlin
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum á móti Slóvenum, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki.

Viktor Gísli: Hef aldrei varið svona mörg víti áður
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Íslands, segir að landsliðinu vanti meiri stöðugleika og það gangi ekki endalaust að lenda nokkrum mörkum undir.