Þýskaland er komið með tvö stig í milliriðli I á EM 2020 í handbolta eftir öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 23-31, í kvöld.
Watch the Game Highlights from Belarus vs. Germany, 01/16/2020 pic.twitter.com/JA9zoqW4Rn
— EHF EURO (@EHFEURO) January 16, 2020
Þjóðverjar leiddu allan leikinn og náðu snemma góðu forskoti. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 4-11, Þýskalandi í vil. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 11-18.
Hvít-Rússar náðu aldrei að velgja Þjóðverjum undir uggum í seinni hálfleik. Þegar yfir lauk munaði átta mörkum á liðunum. Lokatölur 23-31, Þýskalandi í vil.
Timo Kastening nýtti tækifærið í byrjunarliði Þjóðverja vel og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Philipp Weber og Julius Kühn skoruðu fjögur mörk hvor.
Uladzislau Kulesh skoraði sex mörk fyrir Hvít-Rússa og Mikita Vailpau fjögur.