Áhugamannaliðið JS Saint-Pierroise er að gera flotta hluti í frönsku bikarkeppninni í fótbolta á þessu tímabili.
Liðið er komið alla leið í 32 liða úrslitin eftir að hafa unnið b-deildarliðið Niort á útivelli í síðustu umferð.
Næst mætir liðið Épinal á laugardaginn kemur og í boði er sæti í sextán liða úrslitunum.
Möguleikarnir eru fyrir hendi enda er lið Épina í National 2 deildinni sem er franska D-deildin.
JS Saint-Pierroise: Indian Ocean island team Reunion causing a stir in French Cuphttps://t.co/2xGCRALhUU
— ESPN SOCCER (@ESPNSOCCER2) January 16, 2020
Þetta er samt langt frá því að vera dæmigert bikarævintýri hjá litlu. Heimabær JS Saint-Pierroise er nefnilega langt í burtu frá Frakklandi.
JS Saint-Pierroise liðið kemur frá eyjunni Reunion sem er frönsku nýlenda í Indlandshafi.
Aðeins einu sinni áður hefur lið frá franskri nýlendu langt í burtu komist svo langt en það var lið ASC Le Geldar frá frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku.
Liðið þarf að ferðast í tæpa tíu þúsund kílómetra til að komast frá Reunion til Frakklands.