Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:15 Magnús Einar hefur stýrt aðgerðum björgunarsveitarmanna á Flateyri í dag og síðustu nótt. Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Seinna snjóflóðið á Flateyri lenti á íbúðarhúsi við Ólafstún 14. Kona með þrjú börn býr í húsinu. Hún komst út ásamt yngri börnunum tveimur en stúlka, sem verður fimmtán ára í næsta mánuði, sat föst undir snjónum í herbergi sínu. Menn frá björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri voru að byrja að rýma hús í nánd við höfnina þegar þeir fengu tilkynningu um seinna flóðið og fóru á fullri ferð þangað. Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar stýrði leitinni að stúlkunni. Hann segir móðurina hafa getað sagt þeim nákvæmlega hvar stúlkan væri og því gátu þeir byrjað strax að moka á réttum stað. „Við vorum með tíu manns þegar mest var inni í húsinu. Því það þurfti að koma snjónum út úr herberginu, það var allt fullt af snjó í húsinu. Manni fannst þetta heil eilífð að líða en frá því við förum inn og finnum hana líða 35 mínútur,“ segir Magnús. Hann var ekki sjálfur inni í húsinu heldur stjórnaði aðgerðum. „En ég heyrði frá mínum mönnum að þeir hafi aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta. Þarna voru tíu fullorðnir karlmenn sem hágrétu þegar þeir heyrðu í henni.“ Var með sængina vafða um sig allan tímann Stúlkan var flutt í hús sundlaugarinnar þar sem það var talið hlýjasta húsið í bænum. „Við tókum hana úr blautum fötum og pökkuðum í teppi. Hún var með sængina sína, sængin var enn utan um hana, hún var utan um hana allan tímann. En henni var rosalega kalt og í sjokki. Hún gat ekki sagt okkur hvort henni væri illt en við náðum í hana hita. Það stóð til að flytja stúlkuna í þyrlu til Ísafjarðar en það var of hvasst. Varðskipið Þór kom þá á svæðið og var stúlkan flutt niður á bryggju og með léttabát yfir í varðskipið. Hún var komin á sjúkrahúsið í morgun. Samkvæmt vakthafandi lækni er stúlkan með minniháttar áverka eins og skurði, enda brotnaði rúðan í herberginu yfir hana. Stúlkan hefur annars meira og minna sofið í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46