Mælingamenn Veðurstofunnar byrjaðir að mæla flóðin á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 16:01 Frá höfninni á Flateyri þar sem mikið tjón varð vegna snjóflóðsins úr Skollahvilft í gærkvöldi. önundur hafsteinn pálsson Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32