Guð forði þjóðinni frá „sjálftökuherranum við Austurvöll“ Vilhelm Jónsson skrifar 15. janúar 2020 13:00 Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laugardalsvöllur Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun