Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2020 11:00 Lev Parnas vann með Giuliani að því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að hefja rannsóknir sem Trump forseti sóttist eftir og hefðu gagnast honum pólitískt fyrir forsetakosningar í haust. Vísir/EPA Þáverandi ríkissaksóknari Úkraínu bauð Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, skaðlegar upplýsingar sem tengdust Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, í skiptum fyrir að sendiherra Bandaríkjanna yrði bolað í burtu. Á meðal nýrrar skjala sem Bandaríkjaþing hefur birt er að finna samskipti samverkamann Giuliani við frambjóðanda repúblikana sem virðast ógnandi í garð sendiherrans. Formenn þriggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hafa rannsakað meint embættisbrot Trump forseta í tengslum við þrýstingsherferð hans gegn úkraínskum stjórnvöldum til að fá þau til að rannsaka pólitískan andstæðing hans birtu ný gögn í málinu í gær. Þau varpa ljósi á athafnir Giuliani og samverkamanns hans Levs Parnas fyrir hönd Trump í Úkraínu. Parnas sætir ákæru fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Í skjölunum er meðal annars að finna samskipti á milli Parnas og Júrí Lútsenkó á þeim tíma sem sá síðarnefndi var ríkissaksóknari Úkraínu. Lútsenkó virðist hafa boðið Parnas og Giuliani upplýsingar sem gætu komið Biden, mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum í nóvember, illa. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden og son hans Hunter um spillingu í tengslum við úkraínskt gasfyrirtæki án frekari sannana. Í staðinn vildi Lútsenkó að Giuliani og Parnas boluðu Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, úr embætti. Yovanovitch hafði verið gagnrýnin á störf Lútsenkó og studdi embætti sértaks saksóknara í spillingarmálum sem Lútsenkó hafði ímugust á. Gaf Lútsenkó í skyn að hann byggi yfir afriti af greiðslum sem gasfyrirtækið Burisma hefði innt af hendi til fjárfestingafélags Hunters Biden, sonar fyrrverandi varaforsetans. Hunter Biden sat í stjórn Burisma á sama tíma og faðir hans tók þátt í að þrýsta á um brottrekstur forvera Lútsenkó úr embætti saksóknara. Embættið hafði haft málefni Burisma til rannsóknar um tíma. Lútsenkó hefur síðar sagt að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um að Hunter eða Joe Biden hafi brotið úkraínsk lög. Hann hefur verið helsta heimild Giuliani fyrir órökstuddum ásökunum á hendur Biden-feðganna. Lútsenkó (f.m.) með Petro Porosjenkó, þáverandi forseta Úkraínu, og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, árið 2017.Vísir/EPA Skildi ekki hvers vegna Trump var ekki búinn að reka „þessa tík“ Trump rak Yovanovitch í apríl í fyrra eftir að Giuliani stóð fyrir því sem hefur verið lýst sem ófrægingarherferð gegn sendiherranum. Í frægu símtali Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí sagði Bandaríkjaforseti um Yovanovitch að hún ætti eftir að „lenda í ýmsu“. Í sama símtali þrýsti Trump á Zelenskíj að láta rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um innbrot í tölvupóstþjón Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Yovanovitch bar að henni hafi fundið sér ógnað með orðum Trump í símtalinu þegar hún kom fyrir þingnefndirnar sem rannsökuðu meint embættisbrot Trump í nóvember. Í skjölunum sem voru birt í gær er að finna samskipti á milli Parnas og Roberts F. Hyde, frambjóðanda repúblikana til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í Connecticut sem benda til þess að bandamenn Trump forseta hafi látið njósna um Yovanovitch í Kænugarði. „Vá. Ég trúi ekki að Trumo [svo] hafi ekki rekið þessa tík. Ég vind mér beint í það,“ sagði Hyde í Whatsapp-skilaboðum til Parnas í mars í fyrra. Hyde, sem er dyggur stuðningsmaður Trump, lýsti því jafnframt fyrir Parnas að hann hefði verið í samskiptum við öryggisfyrirtæki sem virðist hafa vaktað ferðir Yovanovitch í Kænugarði. „Þeir eru til í að hjálpa ef við/þú vilt fá verð. Ég býst við að maður geti gert hvað sem er í Úkraínu með peningum…það sem mér var sagt,“ sendi Hyde til Parnas. Ekki er skýrt út frá skilaboðum í hverju slík „hjálp“ hefði átt að felast. Parnas svaraði „lol“. Lögmaður Yovanovitch segir við Washington Post að það sé óhugnanlegt að njósnað hafi verið um hana af óþekktum ástæðum. Hann vonist til þess að viðeigandi yfirvöld rannsaki málið. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, stýrði þrýstingsherferðinni í Úkraínu. Hann rak meðal annars áróður gegn sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði sem endaði með því að Trump kallaði sendiherrann heim í apríl.AP/Elise Amendola Hafði samband við Úkraínuforseta fyrir hönd Trump sem „almenns borgara“ Bréf sem Giuliani sendi Zelenskíj í maí í fyrra er einnig á meðal gagnanna sem fulltrúadeildin lagði fram í gær. Í því falaðist Giuliani eftir fundi með Úkraínuforseta sem var þá nýtekinn við embætti. Lýsti Giuliani sér sem persónulegum lögmanni Bandaríkjaforseta en að hann sendi bréfið með „vitund og vilja“ Trump. Lagði Giuliani nokkuð púður í að útskýra að hann sendi bréfið fyrir hönd Trump sem „almenns borgara“ en ekki Bandaríkjaforseta. Slíkt væri alvanalegt í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af fundi þeirra Zelenskíj því Giuliani hætti við fyrirhugaða Úkraínuför sína. Leiðtogar demókrata í fulltrúadeildinni sögðu að nýju gögnin sýndu fram á mikilvægi þess að Hvíta húsið afhenti gögn um samskipti Trump við Úkraínu sem það hefur þverneitað að gera. Leggja yrði ný sönnunargögn í málinu fyrir í réttarhöldum yfir Trump sem standa fyrir dyrum í öldungadeildinni. „Það er ekki hægt að halda sanngjörn réttarhöld í öldungadeildinni án skjalanna sem Trump forseti neitar að afhenda þinginu,“ sögðu formenn þingnefndanna sem stýrðu rannsókn fulltrúadeildarinnar. Búist er við því að fulltrúadeildin sendi kæru á hendur Trump fyrir embættisbrot til öldungadeildarinnar í dag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu með þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því í desember. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þáverandi ríkissaksóknari Úkraínu bauð Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, skaðlegar upplýsingar sem tengdust Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, í skiptum fyrir að sendiherra Bandaríkjanna yrði bolað í burtu. Á meðal nýrrar skjala sem Bandaríkjaþing hefur birt er að finna samskipti samverkamann Giuliani við frambjóðanda repúblikana sem virðast ógnandi í garð sendiherrans. Formenn þriggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem hafa rannsakað meint embættisbrot Trump forseta í tengslum við þrýstingsherferð hans gegn úkraínskum stjórnvöldum til að fá þau til að rannsaka pólitískan andstæðing hans birtu ný gögn í málinu í gær. Þau varpa ljósi á athafnir Giuliani og samverkamanns hans Levs Parnas fyrir hönd Trump í Úkraínu. Parnas sætir ákæru fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Í skjölunum er meðal annars að finna samskipti á milli Parnas og Júrí Lútsenkó á þeim tíma sem sá síðarnefndi var ríkissaksóknari Úkraínu. Lútsenkó virðist hafa boðið Parnas og Giuliani upplýsingar sem gætu komið Biden, mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum í nóvember, illa. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden og son hans Hunter um spillingu í tengslum við úkraínskt gasfyrirtæki án frekari sannana. Í staðinn vildi Lútsenkó að Giuliani og Parnas boluðu Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, úr embætti. Yovanovitch hafði verið gagnrýnin á störf Lútsenkó og studdi embætti sértaks saksóknara í spillingarmálum sem Lútsenkó hafði ímugust á. Gaf Lútsenkó í skyn að hann byggi yfir afriti af greiðslum sem gasfyrirtækið Burisma hefði innt af hendi til fjárfestingafélags Hunters Biden, sonar fyrrverandi varaforsetans. Hunter Biden sat í stjórn Burisma á sama tíma og faðir hans tók þátt í að þrýsta á um brottrekstur forvera Lútsenkó úr embætti saksóknara. Embættið hafði haft málefni Burisma til rannsóknar um tíma. Lútsenkó hefur síðar sagt að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um að Hunter eða Joe Biden hafi brotið úkraínsk lög. Hann hefur verið helsta heimild Giuliani fyrir órökstuddum ásökunum á hendur Biden-feðganna. Lútsenkó (f.m.) með Petro Porosjenkó, þáverandi forseta Úkraínu, og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, árið 2017.Vísir/EPA Skildi ekki hvers vegna Trump var ekki búinn að reka „þessa tík“ Trump rak Yovanovitch í apríl í fyrra eftir að Giuliani stóð fyrir því sem hefur verið lýst sem ófrægingarherferð gegn sendiherranum. Í frægu símtali Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí sagði Bandaríkjaforseti um Yovanovitch að hún ætti eftir að „lenda í ýmsu“. Í sama símtali þrýsti Trump á Zelenskíj að láta rannsaka Biden og stoðlausa samsæriskenningu um innbrot í tölvupóstþjón Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Yovanovitch bar að henni hafi fundið sér ógnað með orðum Trump í símtalinu þegar hún kom fyrir þingnefndirnar sem rannsökuðu meint embættisbrot Trump í nóvember. Í skjölunum sem voru birt í gær er að finna samskipti á milli Parnas og Roberts F. Hyde, frambjóðanda repúblikana til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í Connecticut sem benda til þess að bandamenn Trump forseta hafi látið njósna um Yovanovitch í Kænugarði. „Vá. Ég trúi ekki að Trumo [svo] hafi ekki rekið þessa tík. Ég vind mér beint í það,“ sagði Hyde í Whatsapp-skilaboðum til Parnas í mars í fyrra. Hyde, sem er dyggur stuðningsmaður Trump, lýsti því jafnframt fyrir Parnas að hann hefði verið í samskiptum við öryggisfyrirtæki sem virðist hafa vaktað ferðir Yovanovitch í Kænugarði. „Þeir eru til í að hjálpa ef við/þú vilt fá verð. Ég býst við að maður geti gert hvað sem er í Úkraínu með peningum…það sem mér var sagt,“ sendi Hyde til Parnas. Ekki er skýrt út frá skilaboðum í hverju slík „hjálp“ hefði átt að felast. Parnas svaraði „lol“. Lögmaður Yovanovitch segir við Washington Post að það sé óhugnanlegt að njósnað hafi verið um hana af óþekktum ástæðum. Hann vonist til þess að viðeigandi yfirvöld rannsaki málið. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, stýrði þrýstingsherferðinni í Úkraínu. Hann rak meðal annars áróður gegn sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði sem endaði með því að Trump kallaði sendiherrann heim í apríl.AP/Elise Amendola Hafði samband við Úkraínuforseta fyrir hönd Trump sem „almenns borgara“ Bréf sem Giuliani sendi Zelenskíj í maí í fyrra er einnig á meðal gagnanna sem fulltrúadeildin lagði fram í gær. Í því falaðist Giuliani eftir fundi með Úkraínuforseta sem var þá nýtekinn við embætti. Lýsti Giuliani sér sem persónulegum lögmanni Bandaríkjaforseta en að hann sendi bréfið með „vitund og vilja“ Trump. Lagði Giuliani nokkuð púður í að útskýra að hann sendi bréfið fyrir hönd Trump sem „almenns borgara“ en ekki Bandaríkjaforseta. Slíkt væri alvanalegt í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af fundi þeirra Zelenskíj því Giuliani hætti við fyrirhugaða Úkraínuför sína. Leiðtogar demókrata í fulltrúadeildinni sögðu að nýju gögnin sýndu fram á mikilvægi þess að Hvíta húsið afhenti gögn um samskipti Trump við Úkraínu sem það hefur þverneitað að gera. Leggja yrði ný sönnunargögn í málinu fyrir í réttarhöldum yfir Trump sem standa fyrir dyrum í öldungadeildinni. „Það er ekki hægt að halda sanngjörn réttarhöld í öldungadeildinni án skjalanna sem Trump forseti neitar að afhenda þinginu,“ sögðu formenn þingnefndanna sem stýrðu rannsókn fulltrúadeildarinnar. Búist er við því að fulltrúadeildin sendi kæru á hendur Trump fyrir embættisbrot til öldungadeildarinnar í dag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu með þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því í desember.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30