Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 07:23 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur. Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur.
Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45