„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 01:09 Frá Flateyri í kvöld. Mynd/Aðsend. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
„Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59