Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. janúar 2020 23:55 Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju. Aðsend Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira