Forseti Mexíkó reynir allt til að losa sig við forsetaflugvélina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 23:30 Vélin góða. Vísir/AP Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki. Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lagt mikla áherslu á það að selja glæsilega forsetaflugvél landsins til marks um það að honum sé alvara að skera niður óþarfa útgjöld ríkisins. Gallinn er hins vegar sá að enginn vill kaupa flugvélina, og því hefur forsetinn sett fram ýmsar frumlegar tillögur um hvernig losna megi við útgjöld tengd flugvélinni.Um er að ræða Boeing Dreamliner vél sem forveri hans í starfi, Enrique Peña Nieto, keypti, mikið lúxusfarartæki. Búið er að breyta henni þannig að flugvélin taki aðeins 80 farþega og í henni má finna forsetasvítu og einkabaðherbergi. Safnar bæði ryki og skuldum Flugvélin varð táknmynd kosningabaráttu López Obrador sem meðal annars beindist gegn embættismönnum og kjörnum fulltrúum sem hann sagði hafa misnotað stöðu sína til þess að lifa hátt á sama tíma og fjölmargir Mexíkóar eiga erfitt með að láta enda ná saman. Vélin hefur verið geymd í Bandaríkjunum í um eitt ár þar sem hún hefur verið á sölu. Þar hefur hún safnað bæði ryki og skuldum en alls hefur mexíkóska ríkið þurft að greiða 1,5 milljónir dollara, tæplega 200 milljónir króna í viðhaldskostnað undanfarið ár.Yfirvöld í Mexíkó hafa viljað fá 130 milljónir dollara, um 16 milljarða króna, fyrir vélina. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur upphæðarinnar sem vélin var keypt á, árið 2012. Hingað til hefur enginn fest kaup á henni, þrátt fyrir að nokkrir hafi sýnt áhuga. Engum hefur þó tekist að fjármagna kaupin. Býðst til að taka lyf og sjúkrabíla upp í flugvélina Forsetinn hafði vonast til þess að geta notað fjármunina sem hann vildi fá fyrir flugvélina til þess að fjármagna verkefni til þess að berjast gegn fátækt í Mexíkó. Í frétt AP segir hins vegar að nú snúist salan aðeins um að losa flugvélina úr bókum mexíkóska ríkisins, sem þarf að greiða afborganir af vélinni. Andres Manuel López Obrador er forseti Mexíkó og hér má sjá hann faðma stuðningsmann hans.Vísir/Getty, Því hefur Lópéz Obrador boðið áhugasömum ýmsar útfærslur á kaupum á vélinni. Þannig hefur hann boðist til þess að taka lyf, sjúkrabíla og röntgentæki upp í flugvélina, að selja hana fyrirtæki sem hafi áhuga að nota vélina í lúxusferðir eða einfaldlega að hægt verði að leigja flugvélina á sérstöku tímagjaldi. Forsetinn virðist ekki vera hrifinn af því að embættismenn hans nýti sér farartæki á borð við forsetavélina en alls hefur hann sett 39 þyrlur og 33 einkaþotur og aðrar þotur sem ríkið á uppboð. Vonast hann til þess að safna einum milljarði dollara, um 120 milljörðum króna, með því framtaki.
Fréttir af flugi Mexíkó Tengdar fréttir Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Vill nota herinn til að berjast gegn glæpum Morðtíðni í Mexíkó hefur náð nýjum hæðum undanfarin tvö ár. 2. desember 2018 23:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent