Gunnhildur Arna á eftir að ákveða hvort hún krefjist bóta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:15 Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn í starfið. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna þar sem hún taldi brotið á jafnréttislögum. Vísir Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent