Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2020 08:00 Niklas Landin, markvörður Dana, svekktur. vísir/epa Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi. Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum. Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni. „Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 „Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel. Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins. Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir. Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020 TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið. Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram. Danski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi. Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum. Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni. „Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 „Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel. Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins. Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir. Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020 TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið. Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram.
Danski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira