180 strandaglópar gista í fjöldahjálparstöðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 06:54 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Vísir/Birgir Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48