Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjóruðningstæki og fólksbíll skullu saman. Minnst einn var fluttur á slysadeild en viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi langt fram á kvöld.
Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.