Erlingur Richardsson og lærisveinar hans eru komnir á blað á sínu fyrsta Evrópumóti eftir átta marka sigur á Lettum í dag, 32-24.
Kay Smits var aftur markahæstur hjá Hollandi en hann gerði sjö mörk. Markahæsti leikmaður Letta var Nils Kreicbergs með fimm mörk.
Holland er því með tvö stig eins og Spánn og Þýskaland en þau mætast síðar í dag.
Watch the Game Highlights from Latvia vs. Netherlands, 01/11/2020 pic.twitter.com/WoqDfHUc5a
— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020
Króatar eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina en þeir lentu í engum vandræðum með Hvíta-Rússland í dag. Lokatölur 31-23.
Igor Karacic var markahæsti maður Króata með sex mörk og Luka Stepancic gerði fimm. Mikita Vailupau var í sérflokki og gerði átta mörk hjá Hvíta-Rússlandi.
Króatar eru með fjögur stig, Hvít-Rússar tvö en Serbía og Svartfjallaland eru án stiga. Þau mætast í kvöld.
Zsolt Balogh tryggði Ungverjum eins marks sigur á Rússum, 26-25, í riðli okkar Íslendinga er liðin mættust í 1. umferðinni í dag.
Roland Mikler saves a last-minute attempt from Timur Dibirov and wins the match for @MKSZhandball against @rushandball !#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/VNahzxR6Ac
— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020
Balogh skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok en Ungverjar voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13.
Zsolt var einmitt markahæstur hjá Ungverjum með sjö mörk en Daniil Shishkarev skoraði fimm mörk fyrir Rússa.
Úrslit dagsins:
Króatía - Hvíta Rússland 31-23
Ungverjaland - Rússland 26-25
Lettland - Holland 24-23