Íslendingar gætu losnað við að mæta Niklas Landin á morgun en hann er ekki í fimmtán manna hóp Dana fyrir leikinn. Hópurinn var valinn í kvöld.
Landsliðsfyrirliðinn hefur verið að glíma við veikindi en Nikolaj Jacobsen bætir við sextánda leikmanninum fyrir klukkan níu í fyrramálið.
Landstræner Nikolaj Jacobsen har her til aften sat navn på spillere til EM-truppen. En trup, der i første omgang blandt andet er uden en syg landsholdsanfører
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 10, 2020
Den . mand bliver offentliggjort i morgen
Se mere her #hndbld#håndboldhttps://t.co/HfFGPhbVq2
Danir ætla væntanlega að bíða og sjá hvernig Landin hefur það í fyrramálið en bróðir hans Magnus Landin verður ekki með á morgun.
Sömu sögu er að segja af Lasse Svan og Morten Olsen sem verða eki með á morgun. Rasmus Lauge er hins vegar orðinn klár í slaginn.
Flautað verður til leiks klukkan 17.15 í dag og verður fylgst með leiknum í beinni á Vísi.