Guðjón Valur: Á liðsfélögunum allt að þakka Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 11. janúar 2020 07:00 Guðjón Valur í Malmö Arena. Hinn fertugi landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, er mættur á sitt 22. stórmót á ferlinum sem er ótrúlegur áfangi. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann er ekkert að gefa eftir. „Það sem drífur mig áfram er áhuginn. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þegar maður mætir og sér áhuginn stigmagnast þá er þetta ótrúlega drífandi. Þetta eru verðlaunin að standa sig ágætlega með sínu félagsliði og halda sér í formi,“ sagði Guðjón Valur í Malmö Arena á lokaæfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld. Ótrúlegur ferill Guðjóns Vals hefur skilað honum mörgum metum en hann þvertekur fyrir að spá mikið í þeim. „Þetta er bara eitt mót og leikur í einu. Það er gaman að setja einhver met en það er líka gaman að sjá liðsfélagana þegar maður nær áföngum því þetta er liðsíþrótt og ég á liðsfélögunum allt að þakka. Markmiðið er alltaf gengi liðsins,“ segir fyrirliðinn en hvernig líst honum á liðið sem er komið til Svíþjóðar núna? „Mér líst mjög vel á þetta. Það eru spennandi tímar núna og fram undan. Það fæðist bjartsýni hjá manni í janúar en hversu langt það fleytir okkur veit ég ekki. Það er líka þessi óvissa sem er svo gaman að taka þátt í.“ Heimsmeistararnir með meirihluta hússins bíða í kvöld og það er spennandi og krefjandi verkefni. „Það er ótrúlega gaman og líka gott að það séu 1.000 Íslendingar. Við höfum lagt leikinn vel upp og ákveðnar áherslur í vörn og sókn sem eiga að hjálpa okkur. Útilínan þarf að komast í stöðu maður á mann. Þeir eru mjög sterkir þar.“ Klippa: Guðjón Valur á enn einu stórmótinu EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini. 10. janúar 2020 15:00 Strákarnir okkar fylgdu í fótspor Rolling Stones og Johnny Cash | Myndir Íslenska landsliðið í handknattleik tók sína fyrstu æfingu í Malmö klukkan 16.00 í dag en þeir þurftu að losa sig við ferðaþreytuna enda á ferðalagi alla síðustu nótt. 9. janúar 2020 22:45 Aron: Erum í hálfgerðum dauðariðli Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM. 10. janúar 2020 08:00 Hans: Foreldrar mínir styðja Ísland og væru sátt við jafntefli Hinn íslenskættaði Hans Lindberg verður í liði Dana gegn Íslandi á morgun. Hann á íslenska foreldra sem verða að sjálfsögðu í stúkunni. 10. janúar 2020 12:45 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Hinn fertugi landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, er mættur á sitt 22. stórmót á ferlinum sem er ótrúlegur áfangi. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann er ekkert að gefa eftir. „Það sem drífur mig áfram er áhuginn. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þegar maður mætir og sér áhuginn stigmagnast þá er þetta ótrúlega drífandi. Þetta eru verðlaunin að standa sig ágætlega með sínu félagsliði og halda sér í formi,“ sagði Guðjón Valur í Malmö Arena á lokaæfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld. Ótrúlegur ferill Guðjóns Vals hefur skilað honum mörgum metum en hann þvertekur fyrir að spá mikið í þeim. „Þetta er bara eitt mót og leikur í einu. Það er gaman að setja einhver met en það er líka gaman að sjá liðsfélagana þegar maður nær áföngum því þetta er liðsíþrótt og ég á liðsfélögunum allt að þakka. Markmiðið er alltaf gengi liðsins,“ segir fyrirliðinn en hvernig líst honum á liðið sem er komið til Svíþjóðar núna? „Mér líst mjög vel á þetta. Það eru spennandi tímar núna og fram undan. Það fæðist bjartsýni hjá manni í janúar en hversu langt það fleytir okkur veit ég ekki. Það er líka þessi óvissa sem er svo gaman að taka þátt í.“ Heimsmeistararnir með meirihluta hússins bíða í kvöld og það er spennandi og krefjandi verkefni. „Það er ótrúlega gaman og líka gott að það séu 1.000 Íslendingar. Við höfum lagt leikinn vel upp og ákveðnar áherslur í vörn og sókn sem eiga að hjálpa okkur. Útilínan þarf að komast í stöðu maður á mann. Þeir eru mjög sterkir þar.“ Klippa: Guðjón Valur á enn einu stórmótinu
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini. 10. janúar 2020 15:00 Strákarnir okkar fylgdu í fótspor Rolling Stones og Johnny Cash | Myndir Íslenska landsliðið í handknattleik tók sína fyrstu æfingu í Malmö klukkan 16.00 í dag en þeir þurftu að losa sig við ferðaþreytuna enda á ferðalagi alla síðustu nótt. 9. janúar 2020 22:45 Aron: Erum í hálfgerðum dauðariðli Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM. 10. janúar 2020 08:00 Hans: Foreldrar mínir styðja Ísland og væru sátt við jafntefli Hinn íslenskættaði Hans Lindberg verður í liði Dana gegn Íslandi á morgun. Hann á íslenska foreldra sem verða að sjálfsögðu í stúkunni. 10. janúar 2020 12:45 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Mensah: Alexander er eldri en ég en í betra formi Danska stórskyttan Mads Mensah hlakkar mikið til að spila gegn Íslandi þar sem hann á góða vini. 10. janúar 2020 15:00
Strákarnir okkar fylgdu í fótspor Rolling Stones og Johnny Cash | Myndir Íslenska landsliðið í handknattleik tók sína fyrstu æfingu í Malmö klukkan 16.00 í dag en þeir þurftu að losa sig við ferðaþreytuna enda á ferðalagi alla síðustu nótt. 9. janúar 2020 22:45
Aron: Erum í hálfgerðum dauðariðli Aron Pálmarsson, stjarna handboltalandsliðsins, segist vera algjörlega heill heilsu og er klár í átökin á EM. 10. janúar 2020 08:00
Hans: Foreldrar mínir styðja Ísland og væru sátt við jafntefli Hinn íslenskættaði Hans Lindberg verður í liði Dana gegn Íslandi á morgun. Hann á íslenska foreldra sem verða að sjálfsögðu í stúkunni. 10. janúar 2020 12:45