Hélt að risa trukkur hefði keyrt á Ráðhús Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2020 19:15 Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira