Vill að Bandaríkin undirbúi brottflutning hermanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2020 15:54 Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak. AP/Burhan Ozbilici Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020 Bandaríkin Írak Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Adel Abdul-Mahdi, starfandi forsætisráðherra Írak, hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna um að hefja undirbúning á brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak. Þetta ræddi Mahdi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og er það til marks um að hann ætli að standa við ályktun þings Írak um að erlendir hermenn ættu að yfirgefa landið. Mahdi sagði árásir Bandaríkjanna í Írak vera óásættanleg brot á fullveldi landsins og brot á fyrri samkomulögum ríkjanna. Hann bað Pompeo um að senda sendinefnd til Írak svo undirbúa megi brottflutning hermanna. Forsætisráðherrann krafðist þess ekki að Bandaríkin fjarlægðu hermenn sína á næstunni og nefndi ekki hvenær það ætti að verða. Eins og AP fréttaveitan bendir á eru þingmenn Íran ekki sammála um að bandarískir hermenn eigi að yfirgefa Írak. Súnnítar telja Bandaríkin standa í vegi fyrir algerum yfirráðum sjíta og Íran í Írak og Kúrdar hafa hagnast verulega á aðstoð Bandaríkjanna og þjálfun frá bandarískum hermönnum. Utanríkisráðuneyti bandaríkjanna hefur nú svarað Mahdi og í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að verði sendinefnd send til Írak muni hún ekki taka þátt í viðræðum um brottflutning bandarískra hermanna frá Írak. Þess í stað myndi hún ræða hvernig bæta megi samskipti ríkjanna og jafnvel að auka aðkomu Atlantshafsbandalagsins að öryggi Írak. Þá sé þörf á samræðum um efnahagslegt samband ríkjanna. At this time, any delegation sent to Iraq would be dedicated to discussing how to best recommit to our strategic partnership—not to discuss troop withdrawal, but our right, appropriate force posture in the Middle East.— Morgan Ortagus (@statedeptspox) January 10, 2020
Bandaríkin Írak Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira