EM í dag: Íslendingar með flauturnar í Vín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 13:30 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma saman í Vín. Hér eru þeir á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/ MARIJAN MURAT Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira