Sportpakkinn: Stöngin inn og stöngin út í Dalhúsum og Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 18:00 Tandri skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Fjölni. vísir/bára Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða