Haukur með tvöfalda tvennu í fyrsta leik eftir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 14:30 Haukur Þrastarson í leik með Selfossi. hann er með 8,0 mörk og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fór heldur betur á kostum í gær þegar Íslandsmeistarar Selfoss unnu sigur í fyrsta leik sínum eftir jóla- og EM-frí. Haukur var með 11 mörk og 10 stoðsendingar í leiknum og náði fyrstu tvöföldu tvennu tímabilsins. Það þarf ekki að koma á óvart að hann fékk tíu frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Haukur Þrastarson var með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta fyrr í þessum mánuði og fékk aðeins að spila í lok þess. Þar sýndi hann flotta spretti inn á milli og það var gaman að sjá hann láta til sín taka í fyrsta leik með Selfossi eftir EM. Haukur hafði aðeins skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik í Olís deildinni í vetur og þetta var í fyrsta sinn sem hann gaf tíu stoðsendingar í einum og sama leiknum. Þetta er líka í fyrsta sinn í vetur sem Haukur kemur að meira ein tuttugu mörkum í einum og saman leiknum í Olís deildinni í vetur. Haukur er efstur í Olís deildinni í bæði mörkum (120) og stoðsendingum (90) og með frammistöðu sinni í gær þá komst hann yfir tvö hundrð marka múrinn. Haukur kom með beinum hætti að 21 af 34 mörkum Selfossliðsins í leiknum eða 62 prósent markanna. Fimm af stoðsendingum Hauks fóru inn á línu þarf af þrjár á Atla Ævar Ingólfsson. Hann átti síðan tvær stoðsendingar út í vinstra horn og tvær stoðsendingar út í hægra horn. Ein stoðsendinga Hauks kom síðan fyrir gegnumbrot. Haukur var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik og kom þar að 13 af 17 mörkum eða 76 prósent. Hann var síðan með 3 mörk og 5 stoðsendingar í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má tilþrif með Hauki í leiknum á móti HK í gær. Klippa: Frammistaða Hauks Þrastar á móti HK Flest mörk skoruð hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20: 11 mörk - á móti HK í gær 10 mörk - á móti Haukum í nóvember 9 mörk - á móti FH í september 9 mörk - á móti Val í september 9 mörk - á móti KA í október 9 mörk - á móti Aftureldingu í október 9 mörk - á móti Val í desemberFlestar stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20: 10 stoðsendingar - á móti HK í gær 8 stoðsendingar - á móti KA í október 8 stoðsendingar - á móti FH í desember 7 stoðsendingar - á móti FH í september 7 stoðsendingar - á móti Val í desemberFlest mörk+stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20: 21 - á móti HK í gær 17 - á móti KA í október 16 - á móti FH í september 16 - á móti Val í desember 15 - á móti Aftureldingu í október 15 - á móti Haukum í nóvember Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fór heldur betur á kostum í gær þegar Íslandsmeistarar Selfoss unnu sigur í fyrsta leik sínum eftir jóla- og EM-frí. Haukur var með 11 mörk og 10 stoðsendingar í leiknum og náði fyrstu tvöföldu tvennu tímabilsins. Það þarf ekki að koma á óvart að hann fékk tíu frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Haukur Þrastarson var með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta fyrr í þessum mánuði og fékk aðeins að spila í lok þess. Þar sýndi hann flotta spretti inn á milli og það var gaman að sjá hann láta til sín taka í fyrsta leik með Selfossi eftir EM. Haukur hafði aðeins skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik í Olís deildinni í vetur og þetta var í fyrsta sinn sem hann gaf tíu stoðsendingar í einum og sama leiknum. Þetta er líka í fyrsta sinn í vetur sem Haukur kemur að meira ein tuttugu mörkum í einum og saman leiknum í Olís deildinni í vetur. Haukur er efstur í Olís deildinni í bæði mörkum (120) og stoðsendingum (90) og með frammistöðu sinni í gær þá komst hann yfir tvö hundrð marka múrinn. Haukur kom með beinum hætti að 21 af 34 mörkum Selfossliðsins í leiknum eða 62 prósent markanna. Fimm af stoðsendingum Hauks fóru inn á línu þarf af þrjár á Atla Ævar Ingólfsson. Hann átti síðan tvær stoðsendingar út í vinstra horn og tvær stoðsendingar út í hægra horn. Ein stoðsendinga Hauks kom síðan fyrir gegnumbrot. Haukur var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik og kom þar að 13 af 17 mörkum eða 76 prósent. Hann var síðan með 3 mörk og 5 stoðsendingar í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má tilþrif með Hauki í leiknum á móti HK í gær. Klippa: Frammistaða Hauks Þrastar á móti HK Flest mörk skoruð hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20: 11 mörk - á móti HK í gær 10 mörk - á móti Haukum í nóvember 9 mörk - á móti FH í september 9 mörk - á móti Val í september 9 mörk - á móti KA í október 9 mörk - á móti Aftureldingu í október 9 mörk - á móti Val í desemberFlestar stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20: 10 stoðsendingar - á móti HK í gær 8 stoðsendingar - á móti KA í október 8 stoðsendingar - á móti FH í desember 7 stoðsendingar - á móti FH í september 7 stoðsendingar - á móti Val í desemberFlest mörk+stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20: 21 - á móti HK í gær 17 - á móti KA í október 16 - á móti FH í september 16 - á móti Val í desember 15 - á móti Aftureldingu í október 15 - á móti Haukum í nóvember
Olís-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira