Blaðakonan sem tísti um nauðgunarmál Kobe Bryant braut ekki reglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 08:06 Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Dóttir hans, Gianna Bryant, lést einnig í slysinu, sem og sjö aðrir. Vísir/getty Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00
Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30
Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30