Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson er næsti útvarpsstjóri. Reykjavík Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. Stefán var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að áhugi sinn á starfinu hafi kviknað þegar staðan losnaði, en forveri hans í starfi, Magnús Geir Þórðarson var tilkynntur sem næsti Þjóðleikhússtjóri í nóvember í fyrra. Áhugi Stefáns á starfinu hafi svo ágerst þegar hann sá þær kröfur sem stjórn RÚV gerði til væntanlegs útvarpsstjóra, sem að endingu átti eftir að verða Stefán sjálfur. „[Ég] leit svo á að ég uppfyllti þær með ágætum hætti, og lét þess vegna reyna á það með því að sækja um,“ sagði Stefán. Stefán sagðist einnig telja Ríkisútvarpið hafa mikilvægu hlutverki að gegna. „Ég held að Ríkisútvarpið eigi í dag og muni eiga eftir tíu ár og um ókomna tíð erindi hér. Ég er tilbúinn þess vegna að taka þátt í því verkefni. Ég er algerlega sannfærður um að það skipti okkur máli, bæði þegar kemur að fréttum og gerð og miðlun menningarefnis.“ Húsakynni Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.Vísir/Vilhelm Óskynsamleg lausn að taka RÚV af auglýsingamarkaði Spurður út í samkeppni Ríkisútvarpsins við einkaaðila á fjölmiðlamarkaði sagðist Stefán telja mikilvægt í allri fjölmiðlun að það efni sem framleitt sé nái augum og eyrum þeirra sem borga fyrir þá þjónustu, í þessu tilfelli íslenskra skattgreiðenda. „Það skiptir máli, en það skiptir líka máli að hlusta á raddir almennings og heyra hvaða þjónustu almenningur er að kalla eftir og ég sé það í því grúski mínu sem ég hef verið í undanfarið í tengslum við þessa umsókn að þannig eru t.d. norrænu ríkisstöðvarnar að reyna að átta sig sem best á því eftir hverju almenningur er að kalla þegar kemur að almannaþjónustu og reyna að mæta því með ýmsum hætti,“ sagði Stefán.Sjá einnig: Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Hann sagðist einnig telja athugasemdir um yfirburðastöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði réttmætar, og þær væru eitthvað sem mætti skoða nánar á pólitískum vettvangi. „Ég sé það ekki fyrir mér sem skynsamlega lausn að taka RÚV alfarið af auglýsingamarkaði. Ég held að það sé eðlilegur hluti af starfsemi öflugs fjölmiðils að miðla líka upplýsingum í gegnum auglýsingar og tilkynningar til almennings um þjónustu af ýmsum toga. En það þarf auðvitað líka að tryggja að það séu rekstrarhæfir aðrir fjölmiðlar hér í landinu, sjálfstæðir og frjálsir fjölmiðlar“ sagði Stefán. Hann telji að það sé fyrst og fremst stjórnvalda að fjalla um veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, þær kröfur sem gerðar séu til stofnunarinnar og með hvaða hætti það sé fjármagnað. „Það er hægt að fjármagna það með þeim hætti sem er gert í dag og það er hægt að breyta því líka. Þetta er meira spurning sem að snýr að stjórnvöldum heldur en þeim sem heldur um stjórnvölinn hér, þó ég hafi á þessu skoðun eins og ég hef lýst,“ sagði Stefán. Mikilvægt að hlustað sé á þjóðina alla Aðspurður sagðist Stefán ekki hafa mótað sér fastar skoðanir á mögulegum breytingum í dagskrárgerð Ríkisútvarpsins. „Ég er mikill neytandi útvarpsefnis, gæðaútvarpsefnis. Ég held að ég sé ekki kominn með mjög mótaðar skoðanir á hvernig þetta eigi að fara. Ég held að það sé mjög mikilvægt að útvarpsstjóri hlusti vel á starfsfólkið hér og ekki síður þjóðina alla, eftir því hvers konar efni er verið að kalla á og hvers konar þjónustu landsmenn vilja fá hjá ríkisútvarpinu. RÚV á að svara því kalli, það er þess hlutverk.“ Viðtalið við Stefán í heild sinni má heyra hér að neðan. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. Stefán var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að áhugi sinn á starfinu hafi kviknað þegar staðan losnaði, en forveri hans í starfi, Magnús Geir Þórðarson var tilkynntur sem næsti Þjóðleikhússtjóri í nóvember í fyrra. Áhugi Stefáns á starfinu hafi svo ágerst þegar hann sá þær kröfur sem stjórn RÚV gerði til væntanlegs útvarpsstjóra, sem að endingu átti eftir að verða Stefán sjálfur. „[Ég] leit svo á að ég uppfyllti þær með ágætum hætti, og lét þess vegna reyna á það með því að sækja um,“ sagði Stefán. Stefán sagðist einnig telja Ríkisútvarpið hafa mikilvægu hlutverki að gegna. „Ég held að Ríkisútvarpið eigi í dag og muni eiga eftir tíu ár og um ókomna tíð erindi hér. Ég er tilbúinn þess vegna að taka þátt í því verkefni. Ég er algerlega sannfærður um að það skipti okkur máli, bæði þegar kemur að fréttum og gerð og miðlun menningarefnis.“ Húsakynni Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.Vísir/Vilhelm Óskynsamleg lausn að taka RÚV af auglýsingamarkaði Spurður út í samkeppni Ríkisútvarpsins við einkaaðila á fjölmiðlamarkaði sagðist Stefán telja mikilvægt í allri fjölmiðlun að það efni sem framleitt sé nái augum og eyrum þeirra sem borga fyrir þá þjónustu, í þessu tilfelli íslenskra skattgreiðenda. „Það skiptir máli, en það skiptir líka máli að hlusta á raddir almennings og heyra hvaða þjónustu almenningur er að kalla eftir og ég sé það í því grúski mínu sem ég hef verið í undanfarið í tengslum við þessa umsókn að þannig eru t.d. norrænu ríkisstöðvarnar að reyna að átta sig sem best á því eftir hverju almenningur er að kalla þegar kemur að almannaþjónustu og reyna að mæta því með ýmsum hætti,“ sagði Stefán.Sjá einnig: Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Hann sagðist einnig telja athugasemdir um yfirburðastöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði réttmætar, og þær væru eitthvað sem mætti skoða nánar á pólitískum vettvangi. „Ég sé það ekki fyrir mér sem skynsamlega lausn að taka RÚV alfarið af auglýsingamarkaði. Ég held að það sé eðlilegur hluti af starfsemi öflugs fjölmiðils að miðla líka upplýsingum í gegnum auglýsingar og tilkynningar til almennings um þjónustu af ýmsum toga. En það þarf auðvitað líka að tryggja að það séu rekstrarhæfir aðrir fjölmiðlar hér í landinu, sjálfstæðir og frjálsir fjölmiðlar“ sagði Stefán. Hann telji að það sé fyrst og fremst stjórnvalda að fjalla um veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, þær kröfur sem gerðar séu til stofnunarinnar og með hvaða hætti það sé fjármagnað. „Það er hægt að fjármagna það með þeim hætti sem er gert í dag og það er hægt að breyta því líka. Þetta er meira spurning sem að snýr að stjórnvöldum heldur en þeim sem heldur um stjórnvölinn hér, þó ég hafi á þessu skoðun eins og ég hef lýst,“ sagði Stefán. Mikilvægt að hlustað sé á þjóðina alla Aðspurður sagðist Stefán ekki hafa mótað sér fastar skoðanir á mögulegum breytingum í dagskrárgerð Ríkisútvarpsins. „Ég er mikill neytandi útvarpsefnis, gæðaútvarpsefnis. Ég held að ég sé ekki kominn með mjög mótaðar skoðanir á hvernig þetta eigi að fara. Ég held að það sé mjög mikilvægt að útvarpsstjóri hlusti vel á starfsfólkið hér og ekki síður þjóðina alla, eftir því hvers konar efni er verið að kalla á og hvers konar þjónustu landsmenn vilja fá hjá ríkisútvarpinu. RÚV á að svara því kalli, það er þess hlutverk.“ Viðtalið við Stefán í heild sinni má heyra hér að neðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45
Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18